Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5312 svör fundust

Í hvaða löndum er tommukerfið notað?

Eftir því sem næst verður komist er metrakerfið hið opinbera kerfi mælieininga í öllum löndum heims að Líberíu, Mjanmar (Búrma) og Bandaríkjunum undanskildum. Þrátt fyrir að þessi þrjú lönd noti annað mælieiningakerfi þá sjást einingar úr metrakerfinu þar í sumum tilfellum. Kortið sýnir um það bil hvenær lönd ...

Nánar

Hvað eru surtseysk eldgos?

Sprengigos sem verða þegar kvika í gosrás eða gosopi kemst í snertingu við vatn, kallast tætigos á íslensku. Ein gerð þeirra er kennd við Surtsey og goshættina sem ríktu þegar eyjan reis úr hafi.1 Hátt hlutfall smárra korna eykur varmaflutning til gosmakkarins og hefur þau áhrif, að hann rís hærra í andrúmslof...

Nánar

Hvað eru malarhjallar og hvernig myndast þeir?

Malarhjallar eru flestir að uppruna fornar óseyrar, myndaðir við hærri sjávarstöðu í ísaldarlokin. Vindheimamelar, malarhjallar myndaðir við hærri sjávarstöðu við lok ísaldar. Straumvatn ber með sér framburð, því grófari sem straumhraðinn er meiri, sem fellur til botns þegar straumnum lygnir. Sá hluti frambu...

Nánar

Hvernig má það vera að Mauna Kea gæti verið hæsta fjall í heimi?

Eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spurningunni: Hvert er stærsta eldfjall í heimi? er talsverður munur á því hvort miðað sé við hæð fjalla frá sjávarmáli eða frá fjallsrótum. Það fjall sem gnæfir hæst yfir sjávarmáli er án efa Everestfjall sem tilheyrir Himalajafjallgarðinum, en þar er einnig er að fin...

Nánar

Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?

Almennt er talið að þyngsta risaeðla sem með vissu var uppi hafi verið finngálkn (Brachiosaurus) sem vó um 55 tonn og var um 25 m á lengd. Finngálkn var þó ekki lengsta risaeðlan þar sem trölleðla (Supersaurus) var um 42 m löng. Hún hefur líklega vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið. Nýle...

Nánar

Við hvað er hæð fjalla í sólkerfinu miðuð?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Við hvað er miðað þegar sagt er að Ólympsfjall á Mars sé hæsta fjall sólkerfisins, þar sem ekki er hægt að miða við hæð yfir sjávarmáli?Það er alveg rétt að við getum ekki miðað hæð fjalla og annarra jarðfræðilegra fyrirbæra á öðrum reikistjörnum sólkerfisins við sjávarmál, ein...

Nánar

Er hæð yfir sjávarmáli miðuð við flóð eða fjöru?

Þegar talað er um hæð yfir sjávarmáli er ekki miðað við flóð eða fjöru heldur við meðalsjávarhæð (e. mean sea level - MSL) en það er meðaltalið af hæð meðal stórstraumsflóðs og meðal stórstraumsfjöru. Á vef Landhelgisgæslunnar þar sem fjallað er um útreikning sjávarfalla í Reykjavík er að finna eftirfarandi út...

Nánar

Eru margir hestar í íslensku landslagi?

Örnefnið Hestur er víða til á Íslandi, sem bæjarnafn, fjallsheiti og heiti á klettum, hólum og hæðum. Fjórir bæir á landinu heita Hestur. Einn er í Grímsnesi í Árnessýslu, annar í Andakíl í Borgarfirði og tveir á Vestfjörðum, í Önundarfirði og við Hestfjörð í Ísafjarðardjúpi. Allir standa bæir þessir undir fjöllum...

Nánar

Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum?

Áður en við ræðum hve hratt Vatnajökull gæti bráðnað á komandi árum þarf að lýsa honum með nokkrum orðum. Vatnajökull er rúmlega 8000 km2 að flatarmáli og tæplega 500 m þykkur að meðaltali, en mest er hann 950 m þykkur. Hann hvílir á hásléttu sem er að mestu í 600-800 m hæð, en botn fer niður fyrir sjávarmál og hæ...

Nánar

Hvað er Austfjarðaþoka?

Í veðurskeytum er talað um þoku sé skyggni innan við einn km, en jafnframt úrkomulaust og hvorki skafrenningur né sandfok. Þokan sem oft liggur yfir Austur-Íslandsstraumnum undan nesjum á Austfjörðum er gjarnan nefnd Austfjarðaþoka. Austur-Íslandsstraumurinn er tunga af köldum sjó sem liggur til suðurs meðfram...

Nánar

Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi?

Skýjakljúfarnir á Manhattaneyju í New York hafa löngum vakið athygli og aðdáun manna. Empire State byggingin þótti á sínum tíma eitt af furðuverkum veraldar (byggingarár 1931). Var hún í 40 ár hæsta bygging heims (380 m) eða þar til hafnarstjórnin í New York lét reisa tvíburaturnbyggingarnar við höfnina (World Tra...

Nánar

Varmi leitar upp, af hverju er þá kaldara eftir því sem ofar dregur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Nú er vitað að heitt loft stígur upp og kalt loft leitar niður á við, hvernig stendur þá á því að það er kaldara uppi á fjöllum en niðri á láglendi? Loftþrýstingur fellur með hæð. Við að lyftast þenst loft út þegar þrýstingur fellur. Varmi þess dreifist þar með á meira r...

Nánar

Hver kleif Hraundranga í Öxnadal fyrstur og hvenær var það?

Hraundrangi gnæfir yfir Öxnadal og Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu í 1075 metra hæð yfir sjó. Lengi fram eftir öldum var dranginn talinn ókleifur og spunnust um hann margar þjóðsögur. Ein þeirra segir frá því að á tindinum væri kútur fullur af peningum og skyldi hann falla þeim í skaut er fyrstur klifi Hraundranga. ...

Nánar

Fleiri niðurstöður